Instagram lokaði fyrir myllumerkið #curvy fyrir nokkru síðan en hefur nú aflétt banninu. Ekki voru allir sáttir við að Instagram hefði bannað notkun á orðinu curvy, þar sem enn voru orð eins og skinny og jafnvel anorexia leyfð. Fjölmargar konur tóku sig saman og vildu vekja athygli á því að það væri ekkert nema sanngjarnt að þær gætu sett myndir sínar á samfélagsmiðilinn líkt og grannar konur, svo lengi sem þær væru innan sómasamlegra marka.
Stjórnendum Instagram fannst þessar konur heldur ögrandi og að taldi þær stríða gegn því sem eðlilegt þykir í samfélaginu.
Margar hverjar brugðu á það ráð að nota #curvee í stað þess að nota #curvy
Heilbrigt? #skinny hefur aldrei verið bannað á Instagram en #curvy hefur þótt ekki við hæfi.
Sjá einnig: Konur í stærri stærðum mega líka vera í bikini
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.