Þær sögur ganga fjöllunum hærra að Beyoncé sé ólétt af öðru barni þeirra hjona. Fengu sögusagnirnar byr undir báða vængi þegar Beyoncé birti ljósmynd á Instagram þar sem hún stendur, íklædd víðri mussu, framan við rústir kambódísks klausturs – en sérfræðingar segja klæðnað hennar ætlaðan til að fela vaxandi magann:
Myndin fór fljótlega á flug á erlendu slúðurmiðlunum, en hér má sjá nærmynd af stjörnunni við sama tilefni – en eins og sjá má felur hún magann vandlega og því erfitt að sjá á þessari ljósmynd hvort Beyoncé gengur í raun með annað barn eða ekki:
Eins og frægt er orðið, ræðir Beyoncé gjarna við slúðurmiðlana og sendir þeim jafnvel tóninn, gegnum Instagram – en fyrr í dag birti stjarnan svo þessa mynd af sjálfri sér og dóttur sinni – þar sem ekki verður annað séð en að Beyoncé sé einmitt – ólétt – og að þetta sé hennar leið til að bjóða nýjan fjölskyldumeðlim velkomin/n.
Erfitt er að segja til um hverju stjarnan, sem er algerlega óútreiknanleg, tekur upp á næst – en eitt er víst. Ef ekki er um frumlega óléttutilkynningu að ræða – þá er Beyoncé hrekkjótt við aðdáendur sína með eindæmum:
Tengdar greinar:
Beyonce birtir myndir af Íslandsferðinni
Ákvörðun sem er henni stöðugt í huga
Myndir úr afmæli dóttur Beyoncé
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.