Íslendingar – Fallegir áhættufíklar með mikilmennskubrjálæði

Dönsk listakona hefur gætt Skandinavíu  lífi í vinsælum teiknimyndasögum sem hún birtir á netinu. Listakonan, sem kallar sig Humon, hefur ótrúlegt innsæi í samskipti landanna og frá því hún hóf að birta sögurnar á netinu hefur hvert landið á fætur öðru bæst í hópinn og kallar hún teiknimyndasögunar Scandinavia and the world eða Skandinavía og heimurinn.

Aðalpersónurnar eru Danmörk, Svíþjóð og Noregur en Ísland og Finnland eru tíðir gestir. Hvert land hefur sín persónueinkenni og sína siði. T.d. er Noregur afslappaður gaur sem hefur gaman af útivist og veiðum, Danmörk sést hinsvegar ekki nema með bjór í hönd og sígarettu í hinni og Svíþjóð virðist vera tæknivædd pempía á meðan Finnland hleypur um með hníf í hendi og geðveikisglampa í augum.

Ísland kemur okkur Íslendingunum kannski helst til spánskt fyrir sjónir en landið okkar er túlkað af blönkum áhættufíkli sem er svo fallegur að hann glitrar. Þessi eldheiti ofurhugi er íþróttabrjálæðingur sem rekur burtu djöfla eins og ekkert sé, gengur á glóandi hrauni og safnar typpum.

Ætli við Íslendingar séum svona í alvöru?

 

Hver man ekki eftir Eyjafjallajökli og uslanum sem það olli?
Hver man ekki eftir Eyjafjallajökli og uslanum sem það olli?
Reðursafnið virðist vekja óhug meðal vina okkar í Skandinavíu
Reðursafnið virðist vekja óhug meðal vina okkar í Skandinavíu
Já, við eigum víst öll djöfla inn á baði.
Já, við eigum víst öll djöfla inn á baði.
Fyrsta teiknimyndasagan þar sem Ísland fékk að vera með.
Fyrsta teiknimyndasagan þar sem Ísland fékk að vera með.
Hver hefur ekki lent í brjáluðum Dönum á hjólum?
Hver hefur ekki lent í brjáluðum Dönum á hjólum?
Við erum túlkuð sem tapsár þjóð.
Við erum túlkuð sem tapsár þjóð.
Við erum greinilega algjörir töffarar í augum listakonunar
Við erum greinilega algjörir töffarar í augum listakonunar
Með fullri reisn eða hvað?
Með fullri reisn eða hvað?

Það er hægt að lesa meira hér

SHARE