Íslendingar í auglýsingherferð fyrir einn stærsta áfengisbirgi í heimi

Tveir Íslendingar leika nú stórt hlutverk í alþjóðlegri auglýsingaherferð á vegum áfengisrisans Brown Forman. Er herferðin ætluð fyrir vörumerki hans, Finlandia Vodka, sem margir Íslendingar hafa nú sennilega bragðað. Það er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og skylmingadrottningin Þorbjörg Ágústsdóttir sem fram koma í herferðinni. Öll þekkjum við Hafþór, eða Fjallið eins og hann er oft kallaður, og Þorbjörgu sem var stödd við doktorsrannsóknir í Holuhrauni þegar byrjaði að gjósa í fyrra.

Herferðin ber nafnið 1000 years of less ordinary og fór hún í loftið fyrr í þessum mánuði við miklar vinsældir um heim allan.

hafthor

Herferðin á að sýna nokkra áhugaverða einstaklinga sem hafa farið sínar eigin leiðir í lífinu. Hafþór er einn af þeim aðilum en hann hefur gert það gott  bæði í kraftakeppnum og með leik sínum í sjónvarpsþáttunum sívinsælu, Games of Thrones.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Íslendingur fær svona stórt hlutverk í alþjóðlegri áfengisauglýsingu.

Hrikalega flott:

https://www.youtube.com/watch?v=uZRX3vwkEIQ&ps=docs

 

SHARE