[quote]Ég byrjaði að hlusta á Vanilla Ice fyrir um það bil 10 árum og ég vildi gera heimildamyndina því það er til þessi ranghugmynd að hann hefur ekki gert neitt spennandi fyrir utan Ice Ice Baby. En seinustu 25 ár hafa verið rosaleg hjá honum og er hann eitt af fyrstu röppurum til að ná heimsfrægð.[/quote]
Bjarni var búinn að safna um 80 klippum af Vanilla Ice vegna tónlistarmyndbands sem hann gerði fyrir hann og í þessum klippum voru skemmtilegar sögur úr lífi hans og hafði Bjarni svo gaman að þeim að hann ákvað að gera heimildarmynd um hip hop-arann. Honum fannst kominn tími til að fólk sæi hann hann í réttu ljósi.
[quote]Ég keypti síðan spólur frá Rússlandi, Búlgaríu, Suður Ameríku og Hong Kong. Það hafa kannski ekki margir séð myndina mína, en þeir sem hafa séð hana kunna mjög vel að meta hana, bæði aðdáendur Vanilla Ice og bara fólk úr hip hop heiminum. Samt þarf maður ekki að vera aðdáendi til að horfa á myndina. Eitt af því sem ég vildi gera var að búa til svona tímageymslu. Tíundi áratugurinn er þekktur fyrir ýmsa hluti og er gaman að sjá hvernig hlutirnir hafa breyst. Það hafa meira að segja ótrúlega margir hlutir breyst frá árinu 2005.[/quote]
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.