Hér er dásamleg íslensk kjötsúpa frá Önnu Björk.
Ca. 1 ½ – 2 kg súpukjöt (fitumagn í kjötinu er smekksatriði, en mér finnst það ekki mega vera of magurt)
2 lítrar vatn
1/3 poka af súpujurtum
2 laukum söxuðum
1 púrra (passa að skola alla mold af henni)
4 gulrætur
1 búnt steinselja, smátt söxuð
2 cm biti af engiferrrót, rifinn
½ rautt chili , fræhreinsað og smátt saxað
Smakkað til með salti og pipar, lambasoði og grænetissoði (teningur eða þykkni)
Svona geri ég hana:
Láttu suðuna koma upp á kjötinu, og taktu froðuna sem kemur upp með spaða og hentu henni. Láttu sjóða í ca. 20 mín. Þá er lauk, jurtunum, púrru, gulrótum, steinselju, engiferót, chili, súputeningum, salti og pipar. Smakkað til. Súpan er látin malla í 1-2 tíma á lágum hita. Mér finnst gott að láta hana kólna alveg og hita hana svo upp aftur þegar ég ætla að borða hana. Súpan verður yfirleitt betri með tímanum.
Svo er að sjóða fullan pott af nýjum kartöflum, rauðum og gulum, rófum og meiri gulrótum.
Það er sérviska í mér að hafa hvorki kál, haframjöl eða annað í súpunni, en um að gera að bæta í hana ef maður vill. Það nær manni engin kvefpest með svona kjarnmikinn mat í maganum… umm
Verði þér að góðu 🙂
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.