Íslensk kona vill vara ungar stúlkur við

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Ég vil helst ekki koma fram undir nafni og vil því skrifa þessa grein nafnlaust.

Ég horfði á Kastljós á sunnudagskvöld og mér er mjög mikið niðri fyrir og langar því að koma fram með mína sögu sem er löng og ströng.

Ég skrifa þetta til þess að aðvara ungar stúlkur af því að skömmin er svo íþyngjandi og mér líður eins og að sakleysi mínu hafi verið stolið frá mér.

Sjá einnig: 7 týpur af vinum sem þú ættir að forðast

Eftir erfiða reynslu og margar tilraunir til þess að enda mitt eigið líf og mörkuð djúpum sárum á sálinni þá vil ég vara allar ungar stúlkur við því vanvirða sjálfar sig af því að í hvert skipti sem þú niðurlægir sjálfa þig, þá ertu að brjóta á þinni eigin sjálfsmynd.

Ég var misnotuð kynferðislega í æsku og það markaði mig fyrir lífstíð.

Ég starfaði sem nektardansmey í 11 ár og notaði kókaín í 9 ár og hef drukkið óstjórnlega mikið af áfengi og notaði amfetamín til þess að geta drukkið meira af því að ég þurfti að deyfa sársaukann sem ég upplifði af því að mér leið svo rosalega illa með sjálfa mig.

Síðan varð ég fyrir miklu andlegu áfalli árið 2009 og langaði alls ekki til þess að lifa lengur og skil alls ekki af hverju ég er ennþá á lífi en ég held að það sé bara Guði að þakka. 

Ég er búin að komast að því að ég er með sjálfseyðingarhvöt og hata sjálfa mig mér finnst ég vera feit, frek, ljót og ömurleg. 

Sjá einnig: Gömul hjón hittast eftir marga mánuði

Mér langar ekki til þess að neinum líði svona og því biðla ég til allra foreldra að tala við börnin sín og það þarf ekki nema eina spurningu til ungra stúlkna og drengja. 

Hún er: Hvernig líður þér? 

Ég var aldrei spurð þessarar spurningar þegar ég var yngri og vildi svo óska þess að það hefði verið gert.

Elsku unga kynslóð ef þér líður illa segðu þá frá því af því að það er ekkert að skammast sín fyrir.

Kær kveðja

Nafnlaus saga 

SHARE