Við fengum þetta fallega myndband sent og sýnir þetta unga stúlku sem er að kveðja föður sinn með söng. Textinn sem fylgdi var eftirfarandi:
Karlotta sem er 22 ára og nemandi í Söngskóla Reykjavíkur kvaddi föður sinn Jónas Viðar Sveinsson myndlistamann með söng í hinsta sinn í Akureyrarkirkju þann 23 ágúst síðastliðinn, það var ógleymanleg stund.