Íslenska Glamour vekur athylgi erlendra fjölmiðla

Nýja Íslenska Glamour tímaritið hefur vakið mikla athylgi fyrir 8 blaðsíðna myndaþátt með fyrirsætum í öllum stærðum og gerðum. Fyrirsæturnar, þær Inga Eiríksdóttir, Ashley Graham, Marquita Pring, Julie Henderson og Danielle Redman voru að sögn Cosmopolitan: „Too hot for words.“

Þessar fyrisætur voru orðnar þreyttar á því hvernig tískuheimurinn einblínir einungis á eina líkamsstærð svo þær tóku málin í sínar hendur. Þær stofnuðu ALDA Women og saman vinna þær af því að nýta sér þau tækifæri í tískuheimunum sem að efla konur og breyta því hvað er talin vera fegurð.

Inga er forsprakkinn:

Við höfðum unnið allar saman í mörg ár áður en umboðsskrifstofan okkar lokaði mörgum af deildunum sínum og þar á meðal plus-size deildinni, sem var sú sem við vorum í. Ég hafði samband við stelpurnar sem ég þekkti og þær sem höfðu notið hvað mestri velgengi í bransanum til þess að sjá hvernig við sem hópur, gætum haft áhrif á bransann.

Þetta viðtal við Ingu og þessi myndaþáttur í Íslenska Glamour hefur fengið umfjöllun á slúðursíðunni PerezHilton.com og E!

Sjá einnig: Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue

V5-150509167

Sjá einnig: Tískubloggarar í yfirstærð sem eru slá í gegn

V4-150509167

Sjá einnig: Fyrirsæta í yfirstærð er sjóðandi á síðum tímaritsins Sports Illustrated

SHARE