Íslenska lýðveldið 70 ára: Það er kominn 17 júní!

Og þá er þjóðhátíðardagur Íslendinga runninn upp með pompi og prakt! Ritstjórn óskar lesendum innilega til hamingju með afmælisdag íslenska lýðveldisins og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að bregða undir sig betri fætinum og skokka til móts við hátíðarhöld sem haldin verða um allt land.

Á vefsíðu Reykjavíkurborgar: Reykjavik.is – er að finna glæsta hátíðardagskrá í höfuðborginni en einnig er að finna ágrip af hátíðardagskrá á öllum vefsíðum viðkomandi sveitarfélaga.

 

Og þá er ekkert annað eftir en að demba sér út í gleðina og taka sporið með Ríó Tríó, því íslenska lýðveldið er 70 ára gamalt í dag! 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”eMdsehWpTtQ”]

 

 

 

SHARE