„Íslenska ríkið hvetur veikt fólk til sjálfsvíga!!“ – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Íslenska ríkið /Tryggingastofnun ýtir fólki út af brúninni og hvetur fólk til sjálfsvíga!!

Ég veit að þetta er sterkt til orða tekið, en þetta er sannleikurinn á Íslandi í dag og ég vona svo sannarlega að þetta bréf geti hjálpað einhverjum sem er kannski í sömu sporum og ég, og ráðamenn þessarar stofnunar endurskoði sínar vinnuaðferðir.

Ég er tæplega 50 ára gömul kona, 3 barna móðir og amma, og hef alltaf unnið myrkranna á milli til þess að hafa í okkur og á og halda reisn minni og barnanna, það hefur mér tekist með mikilli vinnu eins og ég sagði,enda hefur enginn pabbi verið á heimilinu sl. 20 ár.
Á síðasta ári var svo komið að ég varð að fara í stóra aðgerð (sem ég hafði frestað í mörg ár, vegna þess einfaldlega að ég hafði ekki efni á því að fara í veikindafrí, enda lækka launin mikið við það). Það var annaðhvort að fara í þessa aðgerð eða hjólastól,ég var hætt að geta gengið nema ca. 100 m í einu.
Til þess að gera langa sögu stutta, urðu meiri eftirköst og verri afleiðingar af þessari aðgerð en haldið var og ég er búin að vera í læknismeðferð núna í rúmt ár,og á leiðinni í aðra stóra aðgerð eftir áramót.
Í febr.sl. var ég búin með veikindaréttinn minn hjá stéttarfélaginu mínu og læknarnir 3, bæklunarskurðlæknir, heila- og taugaskurðlæknir og heimilislæknir, sem ég hef verið til meðferðar hjá, sóttu um endurhæfingarlífeyri fyrir mig hjá TR. Þá byrjar ballið fyrst fyrir alvöru og ég hefði ekki trúað hversu illa hægt er að fara með fólk sem er svo sannarlega lasið og getur ekki unnið fyrir sér. Á heimasíðu TR stendur að það taki 6-8 vikur fyrir svona umsókn að ganga í gegn, en nei það er bara lygi, ég beið í 7 mán. Og ekki vegna þess að neina pappíra vantaði!!!! Ég hreinlega veit ekki afhverju,bara afþví bara.

Þegar 5 mánuðir voru liðnir án svars, sendi læknirinn minn umsókn um örorkubætur, hann vildi reyna það þar sem ekki komu nein svör við hinni umsókninni og engum tölvupóstum svarað, (eins og segir þó á heimasíðunni að sé ein af leiðunum fyrir fyrirspurnir) Hann sótti einnig um greiðslur aftur í tímann, eins og lög TR segja til um að maður eigi rétt á. Um mánaðamótin ágúst-sept. sl. tæpum 7 mán seinna, fæ ég bréf frá TR um að umsókninni um örorkubætur hafi verið hafnað, en ég geti fengið endurhæfingarlífeyri í 3 mán!!! ss. Sept.okt.og nóv!!! Þrátt fyrir ítarlegt læknisvottorð þar um að ég verði engan veginn vinnufær fyrr en í fyrsta lagi eftir aðgerðina sem er á næsta ári!!!! En ekki verði greitt aftur í tímann þar sem skv. staðgreiðsluskrá hafi ég fengið framfærslustyrk frá sveitarfélagi (sem stangast mjög á við þeirra eigin lög, og er munurinn fyrir þetta tímabil um 700.000 kr! Þarna var ég búin að vera tekjulaus frá 6. feb. (tæpa 7 mán.) Ég sótti auðvitað um framfærslustyrk frá bæjarfélaginu þar sem ég bý og fékk greitt frá þeim mánuð fyrir mánuð 140.000 pr.mán.) Og ef ég vilji sækja um áframhaldandi lífeyri verði að koma ítarleg endurhæfingaráætlun þar um !!!!

Þar sem ég var á leiðinni á sjúkrahús í okt. Til meðferðar við mínum kvillum að einhverju leyti, svo ég gæti allavega staulast um heima hjá mér, gat ég ekki sótt um framhald fyrr en að þeirri meðferð lokinni og skila læknisvottorði og fyrrnefndri ítarlegri endurhæfingaráætlun.

Ég kom útaf sjúkrahúsi föstudaginn 1.nóv. sl. Eftir 2 vikna dvöl þar, fór auðvitað strax e.helgina með pappírana til TR til þess að sækja um áframhaldandi bætur og var sagt þar, að sennilega væri ég of sein, þetta ferli væri 4 vikur, en hún skyldi reyna að gera sitt besta. Ég skrifaði bréf með að ég hefði ekki undir neinum kringumstæðum getað komið fyrr, þar sem sjúkrahúsvistinni lauk ekki fyrr en 1. nóv og hefði þar af leiðandi ekki verið komin með gögnin frá sjúkrahúsinu og umsóknin hefði þar með ekki verið tekin gild, þar sem endurhæfingaráætlun VERÐUR að vera með.
Í morgun hafði ég svo samband við TR og spurði hvort ég fengi greitt þ.1.des.nk. en NEI, þetta ferli tekur allt í einu 4-6 vikur og ég var of sein pappírararnir eru auk þess ekki skráðir mótteknir hjá þeim fyrr en 12.nóv. þó svo ég hafi farið með þá 7.nóv !!!! og bara ekkert hægt að gera því miður ….

Ég fékk lögfræðing til að skrifa þeim fyrirspurn,vegna greiðslunnar aftur í tímann,hann var með undirritað umboð frá mér,en hann fékk ekki svarið, heldur sendu þeir mér það (hversu fagmannlegt ?)
Þannig að núna á ég ekki von á neinni greiðslu 1.des, þarf að sækja um framfærslustyrk frá sveitarfélaginu sem er 140.000 (mánaðarlegir reikningar eru tæp 200.000) fyrir utan alla þá sem fóru í vanskil þessa 7 mán.

Ég er að missa heimilið mitt, heilsan er farin, yngsta barnið mitt (10ára) sem býr hjá mér, þarf að flytja til pabba síns,vonin er farin. Íslenska ríkið er búið að knésetja mig, andlega og félagslega, ég hef enga löngun til að lifa lengur og ég veit að svo er hjá mörgum öðrum eftir viðskipti sín við þessa stofnun. Það kom mér ekkert á óvart þegar ég heyrði í fréttum nýlega að öryrki hefði gengið berserksgang þar einn daginn. Stofnuninni var lokað það sem eftir var dags, starfsfólkið fékk áfallahjálp og síðan hefur öryggisvörður staðið þar á opnunartíma.

En hvað um skjólstæðinga þessarar stofnunar? Þeir þurfa svo sannarlega á áfallahjálp að halda, þegar svona er komið fram, þetta er veikt fólk, bæði andlega og líkamlega og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og gefst bara upp á endanum.
Ég hef alla mína ævi unnið fyrir mér og mínum, aldrei verið atvinnulaus, eða þurft á hjálp að halda hvorki félagslegri né neinni annarri, sem betur fer, ég hefði ekki trúað því að það væri bara ekki hægt að sækja sinn rétt þegar maður veikist.
Mér líður þannig núna að ég vil bara fá að hverfa,ég sé enga von, en mig langaði bara fyrst að skrifa þetta bréf og koma því á netið,svo kannski einhverjir sæju þörf á að lagfæra þetta „rússneska“  kerfi sem er mannfjandlegt og samræmist ekki sjálfu sér (hentistefna). Og vona svo að ráðherrar þessa lands eigi Gleðileg jól þó öryrkjarnir hafi það skítt.

http://www.tr.is/almenn-rettindi/endurhaefingarlifeyrir/
Hér stendur undir málsgreininni „skerðing lífeyris“
Allar skattskyldar tekjur skerða endurhæfingarlífeyri nema félagslegar bætur sveitarfélaga, fari tekjur umsækjanda yfir ákveðin tekjumörk.

SHARE