Íslenskukorn vikunnar – Að sjá ekki skóginn

books

Ég hef heyrt svolítið af því nýlega að margir séu að vanda sig við að tala íslenskt mál og vilji endilega læra orðatiltæki, orð og setningar sem eru á góðri íslensku. Kannski er það bara fólk í kringum mig, sem er komið á ákveðinn aldur, ég er ekki viss. Ég er enginn sérfræðingur eða prófessor en íslensk tunga hefur alltaf verið eitthvað sem ég hef haldið vel í og legg mig fram um að tala gott og skýrt íslenskt mál. Við erum svo fá í heiminum sem tölum þetta mál og þegar íslensk börn eru farin að tala betri ensku en íslensku þá er fokið í flest skjól.

Þess vegna hef ég ákveðið að byrja með nýjan, fastan lið hér á Hún.is sem heitir Íslenskukorn vikunnar. Þar mun ég deila orðum, orðatiltækjum, reglum og fleiru tengdu íslensku máli og ég mun gera mitt allra besta til að hafa þetta allt rétt og setja dæmi þar sem það á við. Ég mun lesa mér til um það sem ég er að skrifa áður en ég birti það hér og bið því um þið sýnið mér skilning. Ég geri mitt besta.

Að sjá ekki skóginn fyrir trjám

Þetta á við þegar manneskja sér ekki aðalatriði málsins því hún rýnir svo mikið í smáatriðin.


Eins og nýsleginn túskildingur

Þegar einhver er nýbúinn í klippingu eða lítur einstaklega vel út er gott að hrósa manneskjunni með því að segja: „Þú ert eins og nýsleginn túskildingur“.


Að leita að nál í heystakki

Þegar maður leitar að einhverju sem er nánast ómögulegt að finna er oft talað um að „leita að nál í heystakki“. Það eru eiginlega engar líkur á að finna það sem leitað er að.

SHARE