Íslenskukorn vikunnar – Lepur dauðann úr skel

books

Ég hef heyrt svolítið af því nýlega að margir séu að vanda sig við að tala íslenskt mál og vilji endilega læra orðatiltæki, orð og setningar sem eru á góðri íslensku. Kannski er það bara fólk í kringum mig, sem er komið á ákveðinn aldur, ég er ekki viss. Ég er enginn sérfræðingur eða prófessor en íslensk tunga hefur alltaf verið eitthvað sem ég hef haldið vel í og legg mig fram um að tala gott og skýrt íslenskt mál. Við erum svo fá í heiminum sem tölum þetta mál og þegar íslensk börn eru farin að tala betri ensku en íslensku þá er fokið í flest skjól.

 

 

Þess vegna hef ég ákveðið að byrja með nýjan, fastan lið hér á Hún.is sem heitir Íslenskukorn vikunnar. Þar mun ég deila orðum, orðatiltækjum, reglum og fleiru tengdu íslensku máli og ég mun gera mitt allra besta til að hafa þetta allt rétt og setja dæmi þar sem það á við. Ég mun lesa mér til um það sem ég er að skrifa áður en ég birti það hér og bið því um þið sýnið mér skilning. Ég geri mitt besta.

 

 

 

Að leggja höfuðið í bleyti

Ef maður segist ætla að leggja höfuðið í bleyti þýðir það maður ætli að hugsa eitthvað mál vel og vandlega og taka sér góðan tíma í það.

Dæmi: Manneskja er spurð hvað hún ætli að kjósa í næstu kosningum og manneskjan segist ekki hafa ákveðið sig og verði því að leggja höfuðið í bleyti til að komast að niðurstöðu.

Að lepja dauðann úr skel

Þegar einhver er að lepja dauðann úr skel þá er viðkomandi að glíma við mikla fátækt og á erfitt með að fæða sig og sína. Skelin var í gamla daga notuð sem skeið og því er hún notuð í þessu samhengi.

Sjá einnig:

SHARE