Íspinni úr jógurt og berjum

Var að gera tilraunir til þess að búa til íspinna úr jógurt  og berjum og þessi kom einstaklega vel út.

Í alllri þessari sól ákvað ég að leyfi ykkur að njóta með mér.

Uppskrift:

1 og 1/2 bolli hrein jógurt

2 msk sítrónusafi

1/2 bolli epladjús

1 bolli fersk jarðaber og hindber

 

Aðferð;

Skella öllu nema hálfum bolla af berjum í blandara og blanda vel. setja svo rest af berjum og hræra í með sleif.

Setja í íspinnaform og frysta yfir nótt

Sjá meira; Avokado búðingur – Góður fyrir heilsuna

Svo er bara að prófa sig áfram með allskonar ávexti og smakka.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here