Ítalskar kjötbollur og sósa – Uppskrift

Uppáhalds ítölsku kjötbollurnar mínar ásamt alvöru ítalskri tómatsósu

Ítölsk Tómatsósa

½ dós tomatpaste
¾ ferna tómat passada
1 dós plómutómatar
2 hvitlauksgeirar
1 lítill laukur
6 negulnaglar
1 ½ tsk basilikka
½ tsk ítalskt pasta krydd
1 tsk salt
¼ tsk pipar
¼ bolli olífuolía

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur steiktur á pönnu ásamt olíu. Tómatar settir í skál og kramdir með höndunum. Allt sett saman í t.d. wok pönnu og leyft að malla og þykkna ásamt kjötbollunum í 2,5 – 3 klst.

¼ bolli rifin mozzarella dreift yfir allt saman rétt áður en borið er fram.

Ítalskar kjötbollur

500 gr nautahakk
1 egg
¼ bolli mjólk
1/2 B brauðrasp (t.d golden breadcrumbs fra Paxo)
Ca ½ tsk salt
Ca 1 tsk oregano
Ca 1 tsk ítalskt pasta krydd
½ tsk chili krydd (t.d frá Jamie Oliver)
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk svartur pipar
¼ bolli rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Allt sett í skál og blandað vel saman með höndunum. Kjötbollur mótaðar líkt og litlar gólfkúlur.

Gott að byrja á því að búa til sósuna og henda bollunum útí um leið og þær eru gerðar og leyft að malla saman. Spaghetti soðið á meðan allt eldast.

Borið fram með spaghetti og hvítlauksbrauði

SHARE