Ítalskt sumarsalat með hvítlauksbrauðteningum – Uppskrift

Fyrir 8

Efni:

  • 1 brauðhleifur skorinn í ferninga (ca. 2 cm. á kant)
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 vorlaukur, saxaður
  • 3 tsk. nýtt tímían (blóðberg)
  • 1/4 bolli ólívuolía
  • 2 bollar baunir (soðnar úr frosti)
  • 2 bollar nýr aspas, skorinn í bita
  • 2 bollar ferskt spínat
  • 1/4 bolli sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • Salt og  pipar

Aðferð :

  1. Hitið ofninn í 180⁰. Blandið saman brauði, hvítlauk, vorlauk, tímían, olívuolíu, salti og pipar.    Látið blönduna á bökunarplötu og setið inn í ofninn í ca. 15 mín. eða þangað til brauðið er stökkt
  2. Látið olíuna, aspasinn og saltið í pott og látið suðuna koma upp.
  3. Látið nú brauðteningana, grænmetið og tómatana í stóra skál og blandið vel. Salatið er tilbúið!
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here