Ítölsk kalkúnabrauðsneið

Hún Berglind sem heldur úti vefsíðunni www.lifandilif.is er bæði með frábærar uppskriftir og góðan fróðleik um heilsu. Hún gaf mér leyfi til að birta uppskriftir af síðunni og það sem gerir hennar uppskriftir enn skemmtilegri en uppskriftir almennt er þessi fróðleikur sem kemur um afurðina.

Ítölsk kalkúnasamloka:

Kalkúnn er bæði próteinríkur og auðugur af B-vítamínum og hefur því góð áhrif á blóðsykurinn og æðakerfið.  Hann inniheldur einnig töluvert af selen sem hefur öflug áhrif á ónæmiskerfið ásamt því að hafa góð áhrif á skjaldkirtilinn.  Rétt eins og með kjúkling, þá er gott að borða einnig vel að dökka kjötinu.  Það inniheldur meira járn, sink og B-vítamín heldur en hvíta kjötið.

Það eru margir sem eru ekki sérstaklega hrifnir af því að borða mikið af brauði en gott (hollt) brauð reglulega getur gert svo mikið fyrir heilsuna.  Aðal málið er að velja heilkorna brauð og hafa það sykurlaust.  Og brauð þarf ekki alltaf að vera með bara með osti, það er svo margt annað í boði.  Hér kemur ein hugmynd af prótínríkri sneið sem er tilvalinn hádegismatur.  

Sjá meira: mexikoskt-salat/

Ítölsk kalkúnabrauðsneið fyrir einn:

Uppskrift:

2 tsk. Extra-Virgin olifu olía

2 tsk. Dijon sinnep

1 tsk. ferskur límónusafi

1 tsk. graslaukur, skorinn smátt

1 tsk. steinselja, skorin smátt

1 stk. brauðsneið, ristuð –  heilkorna og sykurlaus að eigin vali

85 gr. kalkúnn

3 stk. ætiþistilshjörtu úr dós, þerruð

Rauður pipar að vild

2 stór salatblöð að eigin vild

Aðferð:

  • Í litla skál, blandið saman olíunni, sinnepi, límónusafanum, graslauknum og steinseljunni.  Setjið um hálfa blönduna ofan á brauðsneiðina.  
  • Bætið við kalkúni og ætiþistlihjörtunum.  Setjið restina af blöndunni ofan á.  Kryddið með rauða piparnum ef notaður.
  • Toppið brauðsneiðina með salatblöðum í staðinn fyrir að hafa aðra brauðsneið.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here