Langar þig í heitan og safaríkan mat sem þér líður vel af? Farðu þá að huga að moðsuðu. Moðsuða (mjög hæg suða) getur verið besta aðferðin til eldamennsku. Settu bara allt sem á að fara í réttinn í pottinn og kveiktu undir- en hafðu hitann lágan. Hér er fyrsta uppskriftin af mörgum sem fara vel í moðsuðu
Ítölsk kjötsúpa
Fyrir 4 til 6
Gott er að láta svolítið pasta í hverja skál og sausa súpunni yfir. Það er líka ágætt að brúna efnið í súpuna áður en byrjað er að sjóða, það dregur fram bragðið. Þá er líka gott í lokin að strá svolitlum parma osti yfir súpuna.
Efni:
1 matsk. óIívuolía
1 laukur í þunnum sneiðum, saxaður
60 gr. Parmaskinka, skorin í litla bita
1 pund magurt nautahakk
250 gr. sveppir, sneiddir
2 bollar soð ( gert úr kjötkrafti og vatni)
2 matsk. tómatkraftur
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 matsk. ítalskt krydd
Aðferð:
Hitið olíuna við miðlungshita. Setið lauk og skinku út í, hreyfið oft til ( í 5 mín.) Bætið nautahakki og sveppum út í og látið brúnast. Bætið öllu sem eftir er af uppskriftinni út í, setjið lokið á og látið krauma í 8 klst.