
Ben Affleck og Jennifer Lopez fóru á veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi. Með þeim í för var dóttir Jennifer, hin 13 ára gamla Emme. Þetta var daginn eftir að Ben og J.Lo voru að skoða fasteignir í Los Angeles, en þau eru að leita sér að stóru heimili fyrir fjölskyldur sínar.

Ben og Jennifer héldust í hendur þegar þau komu inn á Craig’s in WeHo og vel fór á með þeim öllum.