
David Gandy er eitt þekktasta karlmódel heims í dag. Hann er 33 ára og er breskur. David hefur um árabil verið módel hjá Dolce & Gabbana og er þekktur fyrir að vera einstaklega vöðvastæltur miðað við mörg önnur karlmannsmódelin í dag.
Í ljósmyndabókinni David Gandy by Dolce & Gabbana eru bara myndir af honum og hann er vægast sagt léttklæddur á mörgum þeirra.