Gleymdu grimmum stöðuuppfærslum og geðvonskufullum augngotum á mannamótum! Töflureiknar eru í TÍSKU og það eru ekki bara karlmenn sem verða fyrir höfnun í rúminu. Konur geta hæglega orðið fórnarlömb kynkaldra eiginmanna líka.
Ekki fyrr höfum við birt umfjöllun um örvæntingarfulla eiginmanninn sem skráði niður allar synjanir konu sinnar í töflureikni og sendi henni án frekari málalenginga í tölvupósti, fyrr en annar töflureiknir skýtur upp kollinum – að þessu sinni skráður og settur upp af vinkonu hryggbrotinnar eiginkonu, sem … virðist háð töfravendi (nuddtæki innsk. blm) og mátti fullnægja sér hjálparlaust í sturtu meðan eiginmaður hennar, sem glímdi við of brátt sáðlát, hraut eins og hvalur inni í svefnherbergi.
Umfjöllunin, eða opinberunin öllu heldur, birtist á vefritinu Guyism fyrir stuttu, en vinkonan ágæta, sem sendi greinina inn lét eftirfarandi skýringartexta fylgja með:
Svo vinkona mín átti sumsé þennan agalega eiginmann. Hann var voða elskulegur en veitti henni enga athygli og vildi ALDREI sofa hjá henni. Við vissum alveg að það væri ekki í lagi milli þeirra hjóna en hún talaði aldrei um stöðuna sjállf. Hún var elskuleg stúlka og okkur fannst hún eiga betra skilið.
Alla vega. Hún verður loks þreytt á þessu rugli og sækir um skilnað. Þetta var fyrir nokkrum árum síðan. Sama kvöld og skilnaðurinn gengur í gegn förum við nokkur saman út á bar og fáum okkur aðeins í glas. Við höfum verið svona tíu saman. Hún varð alveg rosalega full og byrjar að lýsa ástarlífi þeirra hjóna fyrir okkur í smáatriðum. Nákvæmum smáatriðum. Aðeins of lýsandi smáatriðum fyrir minn smekk. Hún sagði okkur að eftir nokkra mánuði í hjónabandi, hafi hún byrjað að halda dagbók um allt sem gerðist. ALLT. Við spurðum hvað hún ætti við með því og hún sagði okkur að hún myndi senda okkur allt í tölvupósti.
Nokkrir dagar liðu hjá og ekkert okkar heyrði í henni. Svo allt í einu, eitt kvöldið, fengu nokkur okkar PDF skjal í tölvupósti. Hún hafði skannað blaðsíðurnar úr dagbókinni og sent á netföngin okkar. Þetta var svo vandræðalega fyndið …. mér fannst ég vera ömurleg manneskja af því að ég las allt. Við hlógum að þessu í nokkrar vikur.
(Skönnuðu blaðsíðurnar voru í algjöru rugli og innihéldu alltof miklar persónulegar upplýsingar, meðal annars nafn eiginmannsins. Ég þurfti að fara í gegnum öll gögnin og setja þau upp í töflureikni til að fá botn í þetta mál.)
Það gerir svo mikið sem níu unaðsstundir með Töfravendinum góða, tvær sjálfsfróanir, þrjár misheppnaðar tilraunir, tvisvar sinnum sváfu hjónin í raun saman …. og 28 sinnum báru tilraunir konunnar til að koma eiginmanni sínum til ekki árangur.
Kynlífsbókhald; hvað sem okkur finnst – er enginn vafi á því að nýtt trend er fætt.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.