Það fer ekki á milli mála að Jada Pinkett Smith er með sterkt bein í nefinu. Að Will Smith er án efa einn lánsamasti eiginmaður heims og að stúlkan sú lætur ekki vaða yfir sig.
Sjá einnig: „Það kveikir í mér að horfa á Will Smith með annarri konu“
Jada er þekkt fyrir að láta djörf og ögrandi ummæli falla um hjónaband sitt en í síðastliðinni viku sagði leikkonan í viðtali við Howard Stern að hún væri afar þakklát því að eiga vin í eiginmanni sínum, sem hún hefur verið gift til 20 ára:
Guð sé lof að eiginmaður minn er líka besti vinur minn, því getur þú ímyndað þér að giftast einhverjum 25 ára að aldri og eyða ævinni með viðkomandi til fertugs undir öðrum kringumstæðum? Vá!
Sjá einnig: Hvernig kynntust Hollywood pörin?
Lengi vel hafa gróusögur gengið um að hjónaband þeirra Jödu og Will sé opið í báða enda, en bæði hafa margoft gefið út yfirlýsingar þess að þau búi við frjálsræði, þó án þess að gefa til kynna að þau séu laus í rásinni.
Þetta er bara svo einfalt. Þú verður að geta treyst maka þínum. Þegar dagur er að kvöldi kominn þá er ég bara einfaldlega enginn fangavörður. Ég er ekki eftirlitskonan á heimilinu. Hann er fullorðinn karlmaður.
Sjá einnig: „Stundum vill maður kyssa börnin sín á munninn“ – Will Smith stríðir syni sínum – Myndband
Og Jada lét ekki þar við sitja heldur hélt áfram og sagði:
Ég treysti þvi að Will sé heiðarlegur í eðli sínu. Hann býr við allt það frelsi sem karlmaður gæti hugsað sér og svo lengi sem Will getur horft í spegil og fundið innri sátt, þá er allt í lagi á milli okkar tveggja.
Falleg orðin þau og Jada heldur áfram en hún kom einnig inn á freistingar þær sem verða á vegi allra giftra para og hvaða augum hún lítur slíkt:
Ef maðurinn þinn getur ekki séð fegurðina í augum annarra kvenna, hvernig á hann þá að geta séð hversu falleg eiginkona hans er?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.