Jamie Foxx segir frá alvarlegum veikindum sínum

Jamie Foxx (56) segir frá því í nýrri Netflix mynd, hvað varð til þess að hann þurfti að leggjast inn á spítala í apríl 2023, en hann fékk heilablæðingu sem leiddi til þess að hann fékk heilablóðfall.

Jamie lýsir því, tárvotur, hvernig hann fór til læknis í Georgia og læknirinn lét hann fá sprautu af Kortisón og sendi hann heim.

Systir Jamie var ekki sátt við þjónustuna sem bróðir hans fékk og fór með hann á Piedmont spítala í Atlanta og starfsfólkið þar bjargaði lífi hans. Henni var tjáð þar að bróðir hennar væri með heilablæðingu og blæðingin hafi leitt til heilablóðfalls.

Jamie Foxx in "What Had Happened Was..."

Læknirinn sagði að hann þyrfti að „fara inn í hausinn“ á Jamie til að bjarga lífi hans. Eftir aðgerðina sagði læknirinn að þau hefðu ekki fundið hvaðan blæðingin hefði komið en hann hefði klárlega fengið heilablóðfall og „hann gæti náð fullum bata en þetta yrði erfiðasta ár lífs hans“.

Þegar Jamie kom út af spítalanum, 20 dögum seinna, mundi hann ekkert og var í hjólastól.

Jamie tjáði sig ekkert um veikindin í langan tíma en hann þurfti að fara í langa endurhæfingu og fá mikla aðstoð við dagleg störf. Hann segir frá öllu ferlinu í myndinni en hann gat leitt dóttur sína upp að altarinu á brúðkaupsdaginn hennar í september síðastliðnum.

SHARE