
Hin frábæra leikkona Jamie Lee Curtis mætti á dögunum í spjallþáttinn með Jimmy Fallon. Fallon hefur margoft fengið stjörnurnar sem mæta í þáttinn hjá honum til þess að taka þátt í allskonar vitleysu og var Jamie Lee Curtis engin undantekning.
Margir muna eftir hinu kynþokkafulla atriði í myndinni “Perfect” þegar Jamie Lee stjórnaði aerobic tíma og John Travolta var þar fremstur í flokki að dilla sér og glenna.
Jamie Lee endurgerði þessa senu með Jimmy Fallon í hlutverki John Travolta og er óhætt að segja að þessi óborganlega sena fá aldeilis upplyftingu ef svo má að orði komast.
Hér er svo upprunalega útgáfan af þessu atriði.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.