Jamie Lee Curtis endurgerir hið fræga atriði úr myndinni Perfect með Jimmy Fallon í stað John Travolta

Hin frábæra leikkona Jamie Lee Curtis mætti á dögunum í spjallþáttinn með Jimmy Fallon. Fallon hefur margoft fengið stjörnurnar sem mæta í þáttinn hjá honum til þess að taka þátt í allskonar vitleysu og var Jamie Lee Curtis engin undantekning.

Margir muna eftir hinu kynþokkafulla atriði í myndinni “Perfect” þegar Jamie Lee stjórnaði aerobic tíma og John Travolta var þar fremstur í flokki að dilla sér og glenna.

Jamie Lee endurgerði þessa senu með Jimmy Fallon í hlutverki John Travolta og er óhætt að segja að þessi óborganlega sena fá aldeilis upplyftingu ef svo má að orði komast.

Hér er svo upprunalega útgáfan af þessu atriði.

SHARE