JARED LETO segir að ef hann hefði ekki snúið sér að tónlist og leiklist hefði hann líklega orðið dópsali.
Jared sagði nýlega í viðtali að hann hefði verið ráðvilltur ungur maður. “Ég var á krossgötum þegar ég var 16 ára gamall. Ég vissi ekki hvað ég vildi gera í lífinu. Ég vissi ekki að ég yrði leikari, ég hélt ég yrði listamaður eða málari eða jafnvel dópsali.”
“Ég vissi ekki hvaða slóð ég myndi feta. Það er bara heppni að ég valdi þessa leið en ekki hina.” Hann sagði að hann hefði hætt í skóla og hegðun hans á yngri árum hafi að miklu leiti endurspeglast af eiturlyfjaneyslu.