
Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé hafa alla tíð lagt kapp á að halda einkalífi sínu út af fyrir sig – sem hlýtur að vera ansi strembið oft á tíðum. Parið gekk í það heilaga þann 4.apríl árið 2008 en engar myndir voru birtar úr brúðkaupinu á sínum tíma, aðdáendum þeirra til mikilla ama. Þeir sem svekktir voru geta nú aldeilis hoppað hæð sína af gleði. Parið átti nefnilega brúðkaupsafmæli fyrir viku síðan og birti Jay Z þess vegna örlítið myndskeið úr athöfninni á Instagram.
Sjá einnig: ,,Ófótósjoppuðum“ myndum af Beyoncé lekið á netið
Stutt en ferlega fallegt:
http://instagram.com/p/1LwPsrDMVo/
Sjá einnig: Innlit: Glæsihöll Beyoncé og Jay Z
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.