Jay Z harðneitar faðernisprófi: Sagður falsa gögn og ljúga að dómara

Jay Z virðist hafa óhreint mjöl í pokahorninu, ef marka má slúðurvefinn The National Enquirer, en nú hefur hinn 21 árs gamli Rymir Satterthwait stigið fram með þeim orðum að hann sé sonur stórsöngvarans.

Jay Z, sem er 45 ára að aldri og heitir réttu nafni Shawn Corey Carter, á því lögsókn fyrir höndum en slúðurmiðillinn vitnar í lagaleg skjöl sem vísa til þess að Rymir hafi lagt fram kröfu á Jay Z í október á síðasta ári og óskað þess að söngvarinn undirgengist faðernispróf.

25D04CF100000578-2959411-Pictured_21_year_old_Rymir_Satterthwaite_who_claims_to_be_Jay_Z_-m-18_1424308589838

Rymir (21) segist sonur óskilgetinn sonur Jay Z og hefur stefnt rapparanum

Sjálfur þykir Rymir efnilegur rappari en drengurinn mun hafa greint dómara frá því fyrir skemmstu að móðir hans, Wanda, hafi átt í ástarsambandi við Jay Z á níunda áratugnum, áður en hann tók saman við Beyoncé, sem er eiginkona rapparans í dag.

GTY_jay-z_nt_131025_16x9_992

Jay Z harðneitar öllu en neitar jafnframt að undirgangast faðernispróf 

En það er ekki allt, því slúðurmiðlar vestanhafs hafa slegið upp fyrirsögnum þar sem Jay Z er sagður ljúga og að hann hafi neitað með öllu að undirgangast faðernispróf. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Jay Z er bendlaður við barneignir, en söngvarinn hafnaði þannig þeim sögusögnum að hann hefði feðrað annað barn með stúlku að nafni Shenell Scott. Í það skiptið var það þó annar maður, sem hafði einnig átt í sambandi við stúlkuna sem er fyrirsæta og ættuð frá Trinidad, sem benti fingri á Jay Z og sagði hann föður barnsins.

25D04CE300000578-2959411-image-m-9_1424307599192

Er Jay Z í raun faðir Rymir eða lýgur drengurinn öllu? 

Í það skiptið reyndust sögusagnir ekki á rökum reistar og talsmenn Jay Z sögðu áburðinn fáránlegan uppspuna frá rótum. Nú er hins vegar öldin önnur og segir lögmaður Rymir þannig að Jay Z hafi farið með rangt mál í réttarskjölum og að stórsöngvarinn hafi þess blátt áfram logið að dómara nú í desember sl. með þeim afleiðingum að málinu var að lokum vísað frá.

Beyonce, Jay Z and baby Blue Ivy spotted in Toronto. The couple were spotted leaving Nervosa Trattoria, Italian Restaurant in Toronto. Pictured: Beyonce, Jay Z, Blue Ivy Ref: SPL575980  170713   Picture by: Macca / Splash News Splash News and Pictures Los Angeles:	310-821-2666 New York:	212-619-2666 London:	870-934-2666 photodesk@splashnews.com

Á Blue Ivy eldri bróður og því neitar Jay Z að undirgangast faðernispróf? 

Sögusagnir um bresti í hjónabandi þeirra Jay Z og Beyoncé hafa lengi verið á reiki og skemmst er þess að minnast þegar Solange réðst heiftúðlega að mági sínum í lyftunni sem flutti fjölskylduna að útgöngudyrum að lokinni Met Gala hátíðinni – en Jay Z á eitt barn með Beyoncé, Blue Ivy Carter – sem er orðin þriggja ára gömul. Hvort deilur um faðerni spila þátt er erfitt að segja til um, en athyglisvert verður þó að fylgjast með framvindu mála og þá einnig hvort áður óþekktur fjölskyldumeðlimur skýtur upp kollinum á stjörnuhimninum bráðlega.

Tengdar greinar:

Beyonce og Jay Z láta eins og ekkert hafi í skorist

„Hjákona“ Jay Z segir frá ÖLLU: gefur út lagið Sorry Ms. Carter

Solange, systir Beyoncé ræðst af heift á Jay Z á Met Gala: MYNDBAND

SHARE