Jennifer Aniston fékkst loks til þess að ræða um leynilegt brúðkaup sitt í þættinum Entertainment Tonight. Jennifer lét þó ekki mikið í ljós um viðburðinn margumrædda og þegar hún var innt eftir myndum frá athöfninni sagði hún einfaldlega:
Við veittum okkur þann munað að njóta þessa augnabliks aðeins með okkar nánustu og ég ætla bara að vera sjálfselsk og halda því þannig.
Sjá einnig: Matthew Perry & Matt LeBlanc ekki boðið í brúðkaup Jennifer Aniston
Miklar vangaveltur hafa verið um brúðarkjól Aniston, sérstaklega eftir að þessi mynd fór eins og eldur í sinu um internetið:
Myndin reyndist svo vera fölsuð þannig að kjóllinn er ennþá hulin ráðgáta. Þó svo Jennifer hafi ekki viljað ræða brúðkaup sitt af neinu viti sagðist hún vera alveg brjálæðislega hamingjusöm.