Jennifer Aniston ræðir femínisma, móðurhlutverkið og þau flakandi sár sem illrætnar slúðursögur geta valdið á sálarlífinu í janúarútgáfu Allure Magazine. Þá segir Jennifer umræðuna um femínisma vera afbakaða, því fólk flæki hlutina alltof mikið fyrir sér og detti ofan í fáránlegar flækjur þegar staðreyndin sé sú að femínismi sé sáraeinfaldur:
Femínismi er alltof flókinn, því fólk gerir femínisma einfaldlega of flókinn. Femínismi snýst um jafnræði milli karla og kvenna. Ekkert annað.
Gullfallegur myndaþáttur fylgir viðtalinu en þar má meðal annars sjá ljósmynd af Jennifer með hárgreiðslumeistara sínum til margra ára, Chris McMillan, sem einnig er náinn persónulegur vinur leikkonunnar.
.
.
Óhjákvæmilega berst talið að barnneignum og þeim opinbera þrýstingi og rætnu sögusögnum sem gengið hafa ljósum logum gegnum árin og snúast um þá staðreynd að Jennifer er barnlaus.
Mér mislíkar sú pressa sem fólk setur á mig; á konur almennt – það viðhorf að kona hafi brugðist skyldum sínum við lífið því hún hafi ekki enn fjölgað sér. Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart neinum.
Einnig segir hún skilgreininguna á móðureðlinu lýsa þröngsýni og sleggjudómum.
Þó kona hafi ekki fætt barn gegnum leggöngin, merkir það ekki að hana skorti móðurorkuna með öllu. Það er hægur leikur að beina móðurástinni að vinkonum, dýrum sem þurfa ástúð, börnum vinafólks sem standa manni nærri.
Í raun er Jennifer merkilega hreinskilin, því umræðan hefur loðað við nafn leikkonunnar allar götur frá árinu 2000, þegar hún sleit sambandinu við Brad Pitt og loðir enn við allar umfjallanir sem snúa að einkalífi hennar í dag, en sjálf hefur hún lítið gefið fyrir spurninguna sjálfa. Allt virðist snúast um hvort Jennifer Aniston verði einhverju sinni móðir – ýmist reyna slúðurmiðlar þannig að lesa í hvort hún sé að leyna óléttukúlu eða velta því fyrir sér hvers vegna leikkonan hafi ekki enn eignast barn.
Umræðan er óþrjótandi og enn er sagt um mig að ég sé hafi lagt svo mikla orku og metnað í eigin feril sem leikkona og sé svo sjálfmiðuð að ég vilji ekki verða móðir og í framhaldinu er ég sögð gríðarlega eigingjörn.
Þau ummæli segir Jennifer vera særandi og að tíminn lækni ekki öll sár, að hún geti ekki bara hrist af sér athugasemdirnar og hafi aldrei getað með fullu.
Ég fæ ennþá kökk í hálsinn í dag. Meira að segja núna. Þegar við opnum á umræðuna hér og nú.
Viðtalið við Jennifer Aniston, sem prýðir forsíðu Allure Magazine í janúar – má skoða HÉR
Tengdar greinar:
Jennifer Aniston klippir löngu lokkana sína – Myndir
Stjörnurnar eru sjóðandi sexí eingöngu á nærfötunum – Myndir
Kynþokkafyllstu konur heims skv. GQ magazine – myndir
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.