Leikkonan fjölhæfa Jennifer Lawrence var gestur í spjallþætti Conan O’ Brien fyrir stuttu. Sönghæfileikar Lawrence komu til tals en lagið Hanging Tree, úr þriðju kvikmyndinni um Hungurleikana, varð alveg gífurlega vinsælt. Vildi Lawrence nú ekki meina að vinsældir lagsins væru söngrödd hennar að þakka – eins og sjá má í þessu bráðfyndna myndbroti hér að neðan. Leikkonan segir þó fleira en bara brandara – hún tekur Cher alveg í nefið.
Sjá einnig: Angurvær flutningur Jennifer Lawrence á ballöðunni Hanging Tree
https://youtu.be/kRwjr8AxoRY