
Jennifer Lopez (54) er náttúrulega ein mesta skvísa okkar tíma og tók hún þátt í nýrri auglýsingarherferð fyrir Intimissimi, sem er ítalskt merki sem framleiðir hágæða undirföt fyrir konur.
J-Lo klæddist allskonar undirfatnaði og ber þau öll með sóma.

Hér má sjá Jennifer á hnjánum í sófa í fallegum gegnsæjum kjól og í fallegum nærfötum.

Jennifer klæðist hér dökkgrænum nærfötum og er í silkislopp yfir og heldur á kaffibolla. Hárið lauslega tekið upp. Hún er svo með þetta!



Hér eru allir litir voða mildir og náttúrulegir þar sem hún klæðist „beige“ litum nærfötum og klæðist silkislopp yfir. Förðunin er mjög mild og náttúruleg.


Þessi eru alveg geggjuð líka. Allavega það sem maður sér af toppnum.

Þessi náttföt geta ekki verið annað en þægileg!

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.