Jennifer Lopez minnir Drake á sig á Instagram

Jennifer Lopez (47) gerir ekkert nema það sé alveg útpælt. Hún var að deila þessum myndum af sér á Instagram, sem sýna hana fyrir og eftir sýninguna sína. JLo er með sýningu um þessar mundir í Las Vegas, sem ber nafnið All I Have.

Hún byrjaði á þessari sjálfsmynd:

 

Before show…

A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on

Á næstu mynd er hún í sófanum, eftir tónleikana og vill auðvitað sýna sína glansandi fínu fótleggi.  

After show feels… A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on


Svo kemur rúsínan í pylsuendanum, nýr búningur sem hún notar í sýningunni. Hún er alls ekki feimin við að sýna smá skoru, hún Jennifer.


Slúðurmiðlunum þykir augljóst að Jennifer sé að stríða Drake (30), en þau hafa verið að hittast í smá tíma, en hafa ekki sést saman í smá tíma núna. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Drake hafi sett sig í samband við Rihanna aftur, en hver veit hvort hann tékki aftur á JLo eftir þessa myndasýningu.

 

SHARE