Jennifer Lopez vill giftast í fjórða skiptið

Söngkonan Jennifer Lopez viðurkenndi í viðtali í spjallþættinum Chelsea Lately á fimmtudaginn að þrátt fyrir það að hún hafi gengið í það heilaga þrisvar sinnum áður þá vilji hún gera það aftur.

„I would get married again. I like being in a relationship. I´m not one to like, whore around and stuff like that… that´s not my thing.“

Jennifer sem er 45 ára átti síðast í ástarsambandi við hinn 27 ára Casper Smart en þau slitu sambandi sínu fyrir þó nokkru en hafa þó verið mynduð upp á síðkastið saman. Casper er töluvert yngri en Jennifer og þegar stjórnandi þáttarins Chelsea Lately sagði við hana að Jennifer væri fyrir yngri stráka benti söngkonan á að hún hafi átt í sambandi við einn yngri mann sem var síðasti kærasti hennar.

Jennifer Lopez var síðast gift söngvaranum Marc Anthony en það hjónaband entist í 10 ár og eiga þau 2 börn saman. Hún var áður gift Ojani Noa frá árinu 1997 til 1998 og síðan Cris Judd frá árinu 2001 til 2003 en fyrrum kærastar hennar eru til dæmis Sean Combs og Ben Affleck.

 

SHARE