Jessica Simpson sagði nýlega í viðtali að hún hafi fundið til með Kim Kardashian á meðgöngunni. Eins og flestir sem lesa slúðursíðurnar vita var Kim gagnrýnd óhemju mikið fyrir þyngdaraukningu á meðgöngu, eins fáránlega og það kann að hljóma. Jessica Simpson lenti í því sama á sínum meðgöngum og sagði í viðtali við Us Weekly að hún hafi fundið mikið til með Kim.
Við megum alveg fá okkur kleinuhring!
“Ég vissi nákvæmlega hvað hún var að ganga í gegnum. Ég sendi henni góða strauma. Ég mun aldrei skilja af hverju fólk gangrýnir óléttar konur svo grimmt.”
“Við erum að búa til nýtt líf og ég held að við megum alveg fá okkur kleinuhring þegar okkur langar!”
Jessica segir að hún sé ein af þeim konum sem þyngist mikið á meðgönunni:
“Ég er klárlega ein af þeim sem þyngjast mikið á meðgöngunni. Ég er með mjög stór brjóst og ávalar línur og ég þyngist bara! Ég get ekkert að því gert, það er allt í lagi að þyngjast á meðgöngu, þú getur alltaf losað þig við aukakílóin.”
Khloe Kardashian kom systur sinni líka til varnar á meðgöngunni og sagði: “Það er virkilega óeðlilegt að samfélagið þrífist á því að dæma líkama kvenna.”
Það er margt til í þessu hjá þeim stöllum og það er mjög óeðlilegt að gangrýna konur fyrir það að þyngjast á meðgöngu. Það er heilbrigt og eðlilegt að þyngjast á meðgöngu.