Hin 27 ára gamla Jessie J klæddist flottum, síðum rauðum kjól, sem var örlítið gegnsær, í New York á dögunum. Hún paraði kjólinn með svörum leðurjakka og támjóum skóm. Stíll hennar var í 90´s stíl, sem er sjóðandi heit um þessar mundir.
Mikið er að gera hjá bresku söngkonunni þessa dagana, þar sem hún hefur starfað sem dómari í bresku seríunni af The Voice. Jessie hefur lofað okkur Íslendingum að sjá hennar frábæru sviðsframkomu og geggjuðu rödd í Laugardalshöllinni 15. september næstkomandi.
Sjá einnig: ,,Mig langar til þess að hrista þig!“ – Jessie J er ósátt við einn uppáhalds keppanda sinn í The Voice
Svöl stelpa: Jessie klæðist vanalega mjög skörpum stíl og er alltaf mjög töffaraleg.
Sjá einnig: Jessie J frestar tónleikaferð vegna óvæntra veikinda
Hefur tónlistina alltaf bak við eyrað: Jessie er með tattoo af nótu fyrir aftan eyrað.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.