„Jésso gasalega þreyttur í dag!” *blink-blink*

Allir, hver og einn, verðskulda slakandi axlanudd í lok annasamra daga. Líka litlir tjúar, eins og þessi hér sem liggur eins og flatmagandi skata meðan rafmagnsnuddarinn gælir við herðarnar.

Þetta er aðeins of fyndið og ekki spillir tónlistin fyrir en hápunkturinn hlýtur þó að vera þegar litli hvolpurinn blikkar myndavélina, bara rétt eins og til að nikka höfðinu til og segja  …. „jésso gasalega latur núna takk” 

Svo virðist sem um auglýsingu á rafnuddaranum sé að ræða, en hægt er að kaupa tækið sjálft á Ebay og kostar dýrðin sem litli hvolpurinn umlar yfir meðan hæg tónlistin sem spilar undir stöntinu eykur enn á fáránleikann, með dagblað frá suður Kóreu sem ábreiðu.

 

Þetta er alltof gott!  

SHARE