Jeyźa Kaelani er með sjaldgæfan húðsjúkdóm – „Ég má vera falleg“

Ichthyosis eða Hreysturhúð er sjúkdómur sem hefur áhrif á húðina og gerir hana þykka og þurra og getur birst með ýmsum hætti. Það er ekki algengt að þekkja einhvern með þennan sjúkdóm, jafnvel þó að hann hafi áhrif á 1 af hverjum 250 einstaklingum í Bandaríkjunum. En það er jafnvel enn sjaldgæfara að sjá einhvern með ichthyosis í tískuheiminum. En það er akkrúat sem hin ótrúlegu Jeyźa Kaelani gerir, fyrirsæta sem þjáist af þessum sjúkdómi.

Á meðan Jeyźa stundaði ná í menntaskóla uppgötvaði hún ástríðu sína á fyrirsætustörfum, eins og hún rifjaði upp í viðtali. Fyrirsætan talaði um hvernig frændi hennar fór með hana í myndatöku á skólaballi, þar sem í raun hún uppgvötaði áhuga sinn og skemmti sér konunglega. Stundum eru tilviljunarkenndar aðstæður í lífi okkar sem okkur finnst ekkert merkilegar, það sem hjálpar okkur að finna okkur sjálf og læra það sem við viljum raunverulega. Þökk sé hvatningu vina sinna ákvað Jeyźa að prófa að reyna fyrir sér í fyrirsætustörfum í fullu starfi. Hún byrjaði að senda umsóknir til mismunandi fyrirsætuskrifstofna en var hafnað af flestum eða þar til hún fann eina sem gaf henni tækifæri.

Samfélagsmiðlar geta verið mjög skelfilegir og dómharðir vetfangar fyrir fólk sem notar nafnleynd til þess að rífa aðra niður. Stundum getur fólk verið vond við aðra á netinu án allrar ábyrgðar. Þegar Jeyźa byrjaði að birta efni á netinu fékk hún oft mjög særandi athugasemdir frá nettröllum. En hún lærði að hunsa slæmu athugasemdirnar og einblína frekar á þær jákvæðu. Þrátt fyrir að Jeyźa hafi orðið fyrir neikvæðri reynslu á netinu var netið einnig gluggi fyrir hana og opnað margar dyr. Það var Instagram að þakka að hún fann fyrirtækið sem hún er að vinna hjá núna.

Jeyźa hefur verið jákvætt afl í tískusamfélaginu og fulltrúi þeirra sem heyra ekki undir þessa týpísku staðalímynd. Þökk sé henni ásamt fleyrum frábærum aðgerðarsinnum, er verið að víkka út viðmið um hvað þykir fallegt. Að birtast í Vogue Italia og á forsíðu Glamour tímaritsins eru stór afrek fyrir hana og hennar málstað. Jeyźa birti tilfinningaþrungin skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um velgengnina sem hún hefur nýlega staðið frammi fyrir og skrifaði „Ég neita að segja ‘þetta er geggjað’ lengur vegna þess að ég veit að þetta er raunverulegt. Þetta er nauðsynlegt.”

„Ég vil að vettvangurinn sem ég geng inn á sé fullur af áræðni, sjálfstrausti og innblæstri. Þetta voru orð Jeyźa þegar hún talaði um veru sína á samfélagsmiðlum og það er alveg hægt að sjá það endurspeglast á Instagram síðu hennar. Fyrirsætan deildi þar sterkum skilboðum þar sem hún segir: „Ég má vera falleg. […]. Ég má veita innblástur. Ég get verið frjáls. Ég má vera eins og ég er.”

Við getum ekki verið meira sammála henni

Instagram will load in the frontend.
SHARE