Stórleikarinn Jim Carrey mætti í viðtal í spjallþættinum hjá Jimmy Kimmel á dögunum í tilefni af nýjustu grínmynd sinni Dumb and Dumber To.
Í viðtalinu sprellar grínistinn eins og honum einum er lagið og sýnir dulspekilegt tákn sem hann vill meina að eigi upptök sín hjá leynifélagi sem kallast The Illuminati og sem samkvæmt samsæriskenningum hafi ítök í helstu valdhöfum heims.
Spaugið virðist fela í sér gagnrýni á neysluhyggju og valdapíramída en síðar játar Jim Carrey þó sjálfan sig sigraðan þegar hann tekur á móti símtali í beinni útsendingu úr glænýjum iPhone 6.