Jóhann Dagur fékk æxli í eistað – Styrkir krabbameinsfélagið

Jóhann Dagur er tónlistarmaður á 24 ári. Hann greindist með krabbmein í október í fyrra. Jóhann tekur þátt í mottumars í ár og ætlar að gera gott betur en það því hljómsveitin sem hann er í, Þriðja hæðin mun selja plötur sínar í sumar  og gefa helminginn af ágóðanum til krabbameinsfélagsins. Við fengum að heyra í Jóhanni.


Kærastan hvatti hann til að láta kíkja á sig
“Ég hafði fundið fyrir einhverjum smávægilegum óþægindum í pungnum í smá tíma og var ekkert búinn að velta því fyrir mér og hélt að þetta væri bara eitthvað minniháttar dæmi. en þá uppgötvaði þáverandi kærastan mín einhvern hnút á öðru eistanu og auk þess þá var það alveg þrefalt stærra en hitt. ég hélt ennþá að þetta væri bara eitthvað minniháttar dæmi en hún var mjög ströng á því að ég myndi drulla mér til læknis og láta skoða þetta. “


Eftir einhvern tíma lét Jóhann, sem oft er kallaður Jói Dagur, lækni athuga sig. Læknirinn sendi Jóhann í sónar, og það leið svo vika þar til honum var tilkynnt um að hann væri með æxli í eista.

Hver voru fyrstu viðbrögð við því að fá svona fréttir?
“Ég var bara hræddur um að þetta væri að fara steindrepa mig eða ég væri bara að fara lenda í því að verða geldur fyrir lífstíð. Ég reyndi bara eins og ég gat að vera jákvæður og ákvað bara vera sterkur og láta þetta ekkert á mig fá. Hugsaði bara til þess að ég sé búinn að lifa allann andskotann af sem drepur venjulegt fólk svo afhverju ætti þetta að vera einhver undantekning.”

Aðspurður hvernig hann brást við að fá þessar fréttir segir Jóhann að eðlilega hafi þetta verið mikið áfall:
“þetta var að sjálfsögðu mikið sjokk, ég meina aðeins 23 ára gamall með æxli í eistanu. það er svolítið crazy if you ask me.”

Í kjölfar greiningarinnar þurfti hann að fara í gegnum ýmsar læknisskoðanir, svo þurfti hann að gangast undir aðgerð og láta fjarlægja annað eistað:
“Eistað var fjarlægt og sílíkon eista sett í staðinn. síðan fóru næstu 2-3 vikur í að taka því rólega og jafna mig eftir þá aðgerð.”

Jóhanni var ráðlagt að taka því rólega eftir aðgerðina en hann hélt nú ekki og daginn eftir aðgerðina tók hann upp myndband við nýtt lag eftir hann.

“En svo þegar verkjalyfin runnu af mér þá fattaði ég að það væri ekkert sniðug hugmynd að vera að fara svona út fyrir hússins dyr og þessháttar og ákvað frekar bara að taka því rólega heima. ” segir Jóhann

Ætlaði ekki að liggja bara upp í rúmi
“Ég ákvað að liggja ekki upp í rúmi eins og eitthvað hræ og fór beint í að mixa plötuna með hljómsveitinni minni sem kom síðan út 12 dögum seinna frítt á netið og fékk alveg frekar góðar viðtökur. “

Þó að aðgerðin væri afstaðin þurfti Jóhann enn að bíða eftir því að fá að vita hvort æxlið sem var tekið hafi verið góðkynja eða illkynja.

“Ég fékk ekki að vita það fyrr en bara rétt fyrir jól þegar ég var svona að mestu búinn að ná mér eftir þessa aðgerð, og viti menn… það var góðkynja.”

 

Í dag segist Jóhann aldrei hafa verið hressari og hann tekur nú, eins og svo margir karlmenn, þátt í mottumars. Jóhann segist ekki hafa tekið þátt í fyrra en bætir nú úr því:
Heyrðu nei, ekki gerði ég það og eftir þessa lífsreynslu sé ég bara eftir að hafa ekki gert það.”
Hvað er markmiðið að safna miklu þennan mottumars?
“endalaust!”

Hér getið þið séð myndbandið sem tekið var upp daginn eftir aðgerðina

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”r7PZ5qCvWa8″]

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here