Jóhann er tilnefndur til Óskarsverðlauna

Jóhann Jóhannsson er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir framlag sitt til stórmyndarinnar The Theory Of Everything. Jôhann samdi tónlistina sem heyra má í myndinni og hlaut Golden Globes verðlaunin fyrir framlag sitt fyrr á þessu ári.

Jôhann sjálfur segir fréttir dagsins mikinn heiður

Jóhann á að baki æði skapandi feril í tónlistarheiminum og var þannig hljómborðs- og gítarleikari HAM, hann hefur unnið með Emiliönu Torrini og útsetti einnig fyrir Pál Óskar Hjálmtýsson. Hann er í dag búsettur í Berlín, Þýskalandi en sagðist í viðtali við VÍSI fyrr í dag vera himinlifandi.

„Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir.”

Allar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru birtar á vef Kvikmyndakademíunnar fyrr í dag og er útlit fyrir að kvikmyndin The Theory Of Everything muni fara stórum á hátiðinni sem verður haldinn þann 22 febrúar nk. í Los Angeles en þetta verður í 87 skipti sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram.

Besti leikarinn, besta leikkonan, besta tónlistin og besta handrit byggð á áður útgefnu efni

Auk Jóhanns, sem tilnefndur er fyrir bestu kvikmyndatónlistina, er kvikmyndin einnig útnefnd sem besta kvikmyndin. Þá er Eddie Redmayne, sem fer með hlutverk Stephen Hawking í myndinni einnig tilefndur sem besti leikari í aðalhlutverki. Felicity Jones, sem fer með annað aðalhlutverkið og leikur eiginkonu Stephen, er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, en myndin er einnig tilnefnd til verðlauna í flokkinum Besta handrit byggt áður útgefnu efni.

Óskarinn haldinn í febrúar og Íslendingar fylgjast spenntir með

Hægt er nú að fræðast um allar útnefningar til Óskarsverðlauna í ár á vefsíðu Kvikmyndaakademíunnar – smellið HÉR – en hér má hlýða á brot af tónlist Jôhanns, sem má heyra í kvikmyndinni The Theory Of Everything og hefur ekki einungis skilað listamanninnum Golden Globes verðlaunum heldur einnig Óskarstilnefningu:

Tengdar fréttir:

Jóhann Jóhannsson vann Golden Globe-verðlaun

Þessi hrepptu Golden Globes verðlaunin í nótt

Þessar voru best klæddar að mati Vogue

SHARE