Þúsund vasaklúta söngvarinn John Legend, sem hvað þekktastur er fyrir sálarballöðuna All Of Me sem framkallað hefur ófá tár á vöngum tónlistarunnenda hefur nú gefið frá sér nýjan smell.
Hugljúf og seiðandi tónlistin er merkileg fyrir þá parta að í myndbandinu fer John stórum um einstaklingsbundna fegurð þá er allar konur búa yfir og virðist vera sem meistarinn hafi samið óð til allra kvenna sem felur í sér máttþrungin skilaboð; sjálfsást, fegurð og sjálfssátt gegnum ásjónur óteljandi kvenna sem líta spegilinn augum og reyna að hagræða þeim lýtum sem þær telja sig búa yfir.
Í myndbandinu má sjá ungar stúlkur, mæður og verðandi mæður, íþróttakonur, konur af ólíkum kynþáttum; konur af öllum gerðum og stærðum og jafnvel konur sem hafa sigrast á brjóstakrabba – sem virðast ná hámarki með orðunum: „All of the stars, they don’t shine brighter than you are.”
Þúsund vasaklúta smellur sem á erindi til allra kvenna:
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Pi3bc9lS3rg”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.