Við höfum heyrt margt um Johnny Depp og hegðun hans seinustu ár gagnvart sinni fyrrverandi, Amber Heard. Hann er samt ennþá heillandi og við erum eflaust nokkrar sem höfum kiknað í hnjánum yfir honum síðan hann lék í Cry Baby á sínum tíma.
Sjá einnig: Johnny Depp segist hafa náð nýjum botni
Hér er Johnny á barnaspítala í Vancouver að hitta krakkana í gervi Jack Sparrow. Hann gerir þetta mjög reglulega og sagði frá því í viðtali að hvers vegna:
Ég hef kynnst myrkri í lífi mínu en þetta var þegar ég var í þessari heimsókn var myrkasti tíminn í mínu lífi. Ég hef alltaf farið í svona heimsóknir en eftir þetta tímabil urðu heimsóknirnar alltaf mikilvægari og mikilvægari vegna barnanna, guð blessi þau. Þau eru svo sterk og svo hugrökk en það eru foreldrarnir sem eru hægt og rólega að deyja. Það, að geta látið fólk brosa eða flissa, gefur mér svo mikið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.