Það er hægt að endurnýta ótrúlega margt af því sem við hendum eða látum í endurvinnsluna, bara smá hugmyndaflug og hluturinn er kominn með nýtt líf og þú sparar pening. Hérna notaði ég flipann af gosdósum sem beltissylgju fyrir sveinka. Lítill gjafapoki, merkimiði og jólakort, allt búið til úr rauðum pappír, borða og gosdós-flipanum og skreytt með litlum tölum og skrautsteinum. Einfalt og allt í stíl.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.