Jóla hnetukaka

Nú fer að skella á með jólum og húsmæður og feður fara að fylla hús af kræsingum. Þessi jólalega kaka kemur frá henni Lólý okkar http://loly.is

Uppskrift:
250 ml brætt smjör
200 gr sykur
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
50 gr heslihnetur smátt saxaðar
50 gr möndlur smátt saxaðar
50 gr pistasíur smátt saxaðar
50 gr pekanhnetur smátt saxaðar
100 gr dökkt súkkulaði
3 egg
1 msk möndludropar
2 ferskar perur skornar í bita

Ofan á kökuna:
150 gr súkkulaði(ég nota stundum appelsínusúkkulaði)
3 msk smjör

Aðferð:
Blandið saman í skál sykur,hveiti,lyftiduft og krydd í skál.
Blandið öllum hnetunum saman í annarri skál en takið til hliðar 3 msk af þeim til að dreifa ofan á kökuna seinna – en blandið restinni saman við þurrefnið ásamt súkkulaðinu.
Þeytið saman egg, smjör og möndludropa og blandið því síðan hægt og rólega saman við þurrefnin. Blandið síðan perunum varlega út í með sleif, deigið er mjög þykkt.
Setjið í hringlaga form og bakið við 160°C í 50 mínútur en setjið þá álpappír yfir kökuna og bakið hana í aðrar 20 mínútur.

Látið kökuna kólna vel áður en þið bræðið súkkulaði með smá smjöri út í sem þið hellið yfir kökuna og dreifið hnetunum yfir sem þið tókuð til hliðar.

Berið fram með rjóma eða ís.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here