Jóladagatal 13. desember – Litun, plokkun og dekur

Í nótt mun Stúfur gleðja börnin í landinu. Það má samt líka gleðja mömmur, ömmur, systur, frænkur og aðrar konur á þessum tímum og hvað er meira frískandi en að kíkja í litun og plokkun?

Bonita snyrtistofa ætlar að bjóða einum heppnum lesanda í litun, plokkun og höfuðnudd.

bonitafdfd

Bonita var stofnuð árið 2006 af Ingu Theódóru Sigurðardóttur, snyrtimeistara og förðunarfræðingi. Nafnið Bonita er tekið úr spænsku og þýðir falleg.  Stofan er staðsett í glæsilegu húsnæði í Hlíðasmára 4 í Kópavogi þar sem hún er í samstarfi við hárgreiðslustofuna Yellow.

Ef þig langar í svona dekur er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Bonita já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þetta dásamlega dekur að gjöf!

SHARE