Jóladagatal 22. desember – Bakað úr súrdeigi

Hefur þig langað að prófa nýjar aðferðir við baksturinn? Þá ættirðu að prófa að baka úr súrdeigi. Þess vegna ætlum við að gefa bókina Bakað úr súrdeigi í dag. 

Bakad_ur_surdeigi_web_1024x1024

Bakað úr súrdeigi er grundvallarrit um heim súrdeigsbaksturs. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja kynnast súrdeigsgerð og töfra fram ljúffengar kræsingar í eldhúsinu heima. Uppskriftir bókarinnar eru aðgengilegar og fjölbreyttar – rúgbrauð, pítsabotna, vöfflur, kanilsnúða og margt fleira má finna í bókinni. Og að sjálfsögðu allt úr súrdeigi!

Ef þig langar í þessa frábæru bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Bakað úr súrdeigi já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum og splæsir í „like“ á Hún.is.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá Bakað úr súrdeigi að gjöf!

SHARE