Hefur þig langað að prófa nýjar aðferðir við baksturinn? Þá ættirðu að prófa að baka úr súrdeigi. Þess vegna ætlum við að gefa bókina Bakað úr súrdeigi í dag.
Bakað úr súrdeigi er grundvallarrit um heim súrdeigsbaksturs. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja kynnast súrdeigsgerð og töfra fram ljúffengar kræsingar í eldhúsinu heima. Uppskriftir bókarinnar eru aðgengilegar og fjölbreyttar – rúgbrauð, pítsabotna, vöfflur, kanilsnúða og margt fleira má finna í bókinni. Og að sjálfsögðu allt úr súrdeigi!
Ef þig langar í þessa frábæru bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Bakað úr súrdeigi já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.
Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum og splæsir í „like“ á Hún.is.
Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá Bakað úr súrdeigi að gjöf!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.