![joladagatal](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2016/11/GettyImages-488381850.jpg)
Í kvöld kemur Stekkjastaur til byggða og börnin fara að vakna snemma til að kíkja í skóinn sinn á morgnana. Skemmtilegur tími fer í hönd og jólin alveg handan við hornið.
Fjölskyldan skiptir svo miklu máli um hátíðarnar og gott að eiga góða að. Því fannst okkur kjörið að gefa þessa æðislegu bók, Samskiptaboðorðin, eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur.
Ákveðnir atburðir og manneskjur sem standa mér nálægt hafa gefið mér merkingu í þjáningu og gleði lífsins og orðið þess óbeint valdandi að Samskiptaboðorðin urðu til. Hugmyndafræðin að baki þeim er ekki flókin en reynir að skilgreina í hverju góð samskipti felast því þannig getum við aukið vellíðan okkar sjálfra um leið og annarra. Við þurfum aðeins að byrja á okkur sjálfum.
Ef þig langar að eignast eintak af þessari bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Samskiptaboðorðin já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.
Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.
Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þessa frábæru bók að gjöf!
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/01/Screenshot-2022-01-05-at-12.11.47.jpg)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.