Jólagjöf fyrir hann – Hugmyndir

Það getur verið mikill hausverkur að finna jólagjafir fyrir maka sinn. Þegar fólk hefur jafnvel verið saman í nokkur ár getur verið að maður sé orðin uppiskroppa með hugmyndir. Eða kannski á hann bara allt!

Við ákváðum að skrifa hér upp hugmyndir til að, vonandi, hjálpa þér að velja gjöf fyrir hann. Listinn mun breytast fram að jólum og ég mun bæta við fleiri kostum alveg fram á seinasta dag:

  • Sokkar – Það er mjög gott að eiga nóg af sokkum. Margir eru algjörir „böðlar“ á sokka og göt koma mjög fljótt.
  • Nærföt – Það er aldrei til nóg af góðum nærfötum.
  • Náttbuxur – Karlmenn vilja eiga notalegar náttbuxur sem hægt er að nota heima við.
  • Hjá Puha er hægt að panta svona veggmynd sem er gerð persónuleg eftir hverjum og einum og afmælisdegi hans/hennar. Þetta er skemmtileg og öðruvísi gjöf.
  • Bók – Það er ekkert sem jafnast á við góða bók um hátíðarnar. Svo er auðvitað sniðugt að gefa áskrift af Storytel en ég ELSKA það. Hlusta á eitthvað alla daga.
  • Skeggvörur – Altso, þá verður hann auðvitað að vera með skegg, en margir eru með það þessa dagana. Hægt er að kaupa sett sem inniheldur meðal annars skeggsápu, skeggnæringu og greiðu, eða eitthvað álíka.
  • Tölvuleik – Hver elskar ekki fullvaxna karlmenn sem leika sér eins og litlir drengir í tölvuleik? Það er alltaf rúm fyrir fleiri tölvuleiki.
  • Bindi – Ef hann er oft í jakkafötum er gaman að skipta um bindi reglulega.
  • Viskíglös – Sumir menn elska viskí í góðum vinahópi og leggja mikið upp úr því að bjóða upp á gott viskí í fallegum glösum
  • Veiðidót  –  Ef húsbandið er mikið í veiði, stangveiði eða skotveiði, þá er alltaf eitthvað sem má bæta í safnið. 

  • Dekur  –  Karlmönnum finnst líka gaman að fara í dekur. Nudd, fótsnyrtingu, andlitsbað eða hvað sem er gæti verið skemmtilegt að hafa í pakkanum. 
  • Rakspíri/ilmvatn  –  Hvaða lykt finnst þér góð? Hvaða lykt elskar hann? 

  • Þráðlaus heyrnatól – Hann getur farið með þau út að ganga eða hlaupa eða bara til að hlusta meðan hann gerir eitthvað allt annað.
  • Bluetooth hátalari  –  Ef hann á ekki svoleiðis, þarf hann að eiga það
  • Hellaskoðun  –  Það er svo gaman að fara í einhverja svona ævintýraferð. Við hjónin fórum í hellaferð hjá Laugarvatn Adventures í vetur og það var alveg geggjað.

 

  • Nuddbyssa – Þeir segja það sem til þekkja að nuddbyssur séu mál málanna og algjör snilld á þreytta vöðva.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here