Verslunin Regnboginn sem staðsett er í Mörkinni 3 í Reykjavík var að fá nýja sendingu af hinum vinsæla Prumpulíus. Prumpulíus brelludreki er litríkur og fyndinn. Hann er mjúkur og gott að knúsa hann. Ef hann er kreistur þá heyrist í honum mjög svo “vandað” prumpuhljóð. Einnig er hægt að kaupa skemmtilega barnabók þar sem Prumpulíus brelludreki er í aðalhlutverki. Þessi tvenna slær án ef rækilega í gegn hjá öllum börnum. Kíkið inná heimasíðu Regnbogans eða komið við í verslun þeirra í Mörkinni 3. Opið er í versluninni á Þorláksmessu á milli kl 11:00 -17:00
Prumpulíus brelludreki er einstaklega skemmtileg og fyndin saga. Fallega myndskreytt harðspjalda bók með takka sem gefur frá sér prumpuhljóð.
Hann herpir, hann herrðir og andlitið krumpar. Hann geiflar og glennir og með rassinum prumpar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.