
Æðisleg og öðruvísi smákaka sem við dóttir mín prófuðum.

Uppskrift deig (10-14 stk):
- 250 gr. ósaltað smjör
- 1 tsk af vanilludropum
- 55 gr Flórsykur
- 180 gr Hveiti
- 80 gr. Maísmjöl

Aðferð:
Setjið stofuheitt smjörið, vanilludropana og flórsykurinn í skál og hrærið með þeytara eða í hrærivél þangað til að það verður létt og “fluffy”. Setjið svo hveitið og maísmjölið í þremur skömmtum ofan í smjörblönduna og hrærið vel á milli.



Ágætt er að mynda kúlur með ísskeið eða bara venjulegri matarskeið og raða á smjörpappír. Notið svo gaffal og þrýstið létt á kúluna svo hún verði nokkuð flöt og með gafflaförum í. Bakið á 180°C í 15 min og látið svo kökurnar kólna vel áður en þið setjið á þær sítrónufyllinguna.



Sítrónufylling:
- 100 gr. ósaltað smjör
- 220 gr. Flórsykur
- 2 tsk sítrónubörk
- 1 tsk safi úr sítrónu


Aðferð:
Setjið mjúkt smjörið í skál og hrærið með þeytara í c.a. 1 min. Bætið svo flórsykrinum í þremur skömmtum í smjörið og hrærið vel á milli. Setjið svo sítrónubörkinn og safann í og hrærið þar til fyllingin er orðin létt og ljós. Ágætt er að setja fyllinguna í plastpoka og sprauta henni á aðra kökuna. Setjið svo aðra köku ofan á eins og samloka.



